: Grimmsbræður
: Kötturinn og músin
: SAGA Egmont
: 9788728036365
: 1
: CHF 0.80
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 5
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Kötturinn og músin voru vinir. Þegar þau voru að undirbúa sig fyrir veturinn ákváðu þau að geyma vetrarforðann sinn í kirkjunni því þar myndi enginn þora að stelast í forðann þeirra. Veturinn leið og þegar þrengja fór að í búinu bað músin köttinn um að koma með sér og sækja vetrarforðann í kirkjunni. Þegar músin sá að krukkan með flotinu þeirra var tóm grunar hana köttinn, vin sinn um græsku. Kötturinn var hins vegar góður með sig og sýndi músinni enga miskunn. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.

Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.