: Grimmsbræður
: Hafmærin í tjörninni
: SAGA Egmont
: 9788728036464
: 1
: CHF 0.90
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 8
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Einu sinni var malari sem áður var hamingjusamur og auðugur en var nú orðinn félítill og áhyggjufullur. Dag einn sér hann fagra hafmey stíga upp úr tjörninni við myllustífluna. Hann verður hræddur en hafmærinni tekst að róa hann með hljómfagri röddu sinni og sannfærir hann um að hún geti bjargað honum úr fjárhagskröggunum og gert hann hamingjusamari en hann hafi nokkurn tímann verið, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Nú voru góð ráð dýr því skilyrði hafmærinnar, sem virtust léttvæg í upphafi, reyndust malaranum afar þungbær þegar á leið. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.

Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.