: James Patterson, Andrew Gross
: Annað tækifæri
: SAGA Egmont
: 9788728542057
: 1
: CHF 5.60
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 238
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Kvennamorðklúbburin kemur aftur saman, nú til að takast á við hættulegri glæpamann en þær hafa nokkru sinni áður komist í tæri við. Röð morða í San Francisco virðast ótengd í fyrstu en Lindsay Boxer rannsóknarlögreglukona skynjar fljótt rauða þráðinn sem tengir þau saman. Hún hóar því í Kvennamorðklúbbinn; blaðakonuna Cindy Thomas, aðstoðarsaksóknarann Jill Bernhardt og réttarmeinafræðinginn Claire Washburn og saman uppgötva þær hvað fórnarlömb morðanna eiga sameiginlegt. Morðinginn er með þeim grimmdarlegri sem þær hafa tekist á við, bæði saman og hver í sínu lagi. Mun þeim takast að koma höndum yfir hann? Árið 2007 voru gerðir sjónvarpsþættir sem byggðu á bókunum og báru sama nafn.

James Patterson er bandarískur metsöluhöfundur fæddur árið 1947. Bækur hans hafa selst í hundruðum milljóna eintaka. Patterson hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir skrif sín og hafa bækur hans verið þýddar á fjölmörg tungumál. Patterson kýs að gefa aftur til samfélagsins með því að styrkja verkefni sem efla læsi í skólum víða um Bandaríkin. Andrew Gross er bandarískur rithöfundur, best þekktur fyrir samstarfsverkefni sín með James Patterson. Þar á meðal eru tvær bækur í ritröðinni Kvennamorðklúbburinn.

16. KAFLI


Ég var búin að segja tíðindin, öll slæm. Þær veltu þeim allar fyrir sér þungar á brún.

Ég kinkaði kolli til Jill. „Nú þú ...“

Cindy þjófstartaði. „Bennett ætlar ekki að bjóða sig fram aftur, er það nokkuð?“ Á þeim átta árum sem Jill hafði starfað á skrifstofu saksóknara, hafði hún unnið sig upp í að vera næstráðandi hans. Ef karlinn ákvað að hætta, lá það beinast við að hún yrði skipuð næsti saksóknari San Francisco.

Jill hló og hristi höfuðið. „Hann verður skorðaður við eikarskrifborðið daginn sem hann geispar golunni. Þannig er nú það.“

„Ja, fráeinhverju ætlarðu að segja,“ sagði Claire þrákelkin.

„Það er satt,“ játaði hún. „Ég ætla að gera það ...“

Jill horfðist í augu við okkur eina af annarri eins og til að auka á spennuna. Himinblá augu hennar sem voru yfirleitt svo hvöss, höfðu aldrei verið jafn heiðrík. Loksins færðist lítið, skakkt bros yfir andlit hennar. Hún andvarpaði létt og sagði svo:„Ég er ófrísk.

Við sátum kyrrar, biðum eftir því að hún viðurkenndi að hún væri bara að gabba okkur. En hún gerði það ekki. Hún deplaði bara hvössum augunum framan í okkur þangað til það hlaut að vera liðin að minnsta kosti hálf mínúta.

„Þ-þú ert að grínast,“ stamaði ég. Jill var mesti vinnuforkur sem ég þekkti. Það var hægt að finna hana við skrifborðið fram yfir klukkan átta flest kvöld. Steve, maðurinn hennar, rak fjárfestingasjóð fyrir Bank America. Þau voru kappsöm og alltaf á ferðinni: Þau voru á fjallahjólum í Moab, seglbrettum á Columbiafljóti í Oregon.Barn ...

„Fólk gerir þetta,“ hrópaði hún upp yfir sig, þegar hún sá hvað við urðum hissa.

„Ég vissi það,“ sagði Claire og sló í borðið. „Ég var alveg viss um það. Ég sá blikið í augunum á þér. Ég sá ljómann á andlitinu. Ég sagði við sjálfa mig, það er eitthvað að bakast í þessum ofni. Þú ert að tala við sérfræðing, þú veist það. Hvað ertu komin langt á leið?“

„Átta vikur. Ég á að eiga í endaðan maí.“ Augu Jill ljómuðu eins og í unglingsstúlku. „Fyrir utan fjölskyldur okkar, þá eruð þið þær fyrstu sem ég segi þetta.Að sjálfsögðu.

„Bennett fær flog,“ sagði Cindy og hló.

„Hann á þrjú sjálfur. Og það er ekki eins og ég sé að segja upp til að fara og rækta vínber í Petaluma. Ég ætla bara að eignast barn.“

Ég stóð mig að því að brosa. Að sumu leyti var ég svo glöð hennar vegna, að mig langaði næstum til að gráta. Að sumu leyti var ég meira að segja dálítið öfundsjúk. En aðallega átti ég samt bágt með að trúa þessu. „Það er eins gott að krakkinn viti hvað bíður hans.“ Ég brosti. „Hann verður svæfður með upptökum af málaferlum í Kaliforníu.“

„Alls ekki.“ Jill hló þrjóskulega. „Ég geri það ekki. Ég lofa að gera það ekki. Ég ætla að verða alveg frábær mamma.“

Ég stóð upp og hallaði mér að henni yfir borðið. „Þetta er æðislegt, Jill.“ Eitt andartak horfðum við bara hvor á aðra, með tárvot augu. Ég var svo fjandi glöð hennar vegna. Ég mundi eftir því þegar ég var miður mín af skelfingu vegna blóðsjúkdóms sem ég hafði og Jill bretti upp ermarnar og sýndi okkur örin hræðilegu sem voru á henni, útskýrði fyrir okkur hvernig hún hafði skorið sig í menntaskóla og háskóla, hvernig hvötin til að vera alltaf í fremstu röð hafði stjórnað tilveru hennar svo gjörsamlega að hún hlaut að láta það bitna á sjálfri sér.

Við féllumst í faðma og ég þrýsti henni að mér.

„Varstu búin að ráðgera þetta?“ spurði Claire.

„Við erum búin að reyna þetta í tvo mánuði,“ svaraði Jill. „Ég er ekki viss um að þetta hafi verið meðvituð ákvörðun, ekki nema að því leyti að mér fannst þetta rétti tíminn.“ Hún leit á Claire. „Fyrst þegar ég hitti þig, þegar Lindsay bauð mér í hópinn ykkar og þú talaðir um börninþín ... Það kveikti bara einhvern veginn í mér neista. Ég man að ég hugsaði: „Hún rekur skrifstofu réttarlæknisembættisins. Hún er ein af færustu konum sem ég þekki, fremst í röð stéttarbræðra sinna, en samt talar hún um þetta.““

„Þegar maður byrjar að vinna,“ útskýrði Claire, „þá er maður fullur af atorku og einbeitni. Sem kona er eins og það sé skylda að sanna sig. En þegar börnin koma, þá er það öðruvísi, eðlilegt. Það rennur upp fyrir manni að málið snýst ekki lengur um mann sjálfan. Maður skilur ... að ekki þarf lengur að sanna neitt. Maður er búinn að því.“

„Ja, sko ...“ sagði Jill með tárvot augu, „mig langar líka að fá að kynnast því.“

„Ég hef aldrei sagt ykkur það, stelpur,“ hélt hún áfram, „en ég hef einu sinni áður verið ófrísk. Fyrir fimm árum.“ Hún fékk sér vatnssopa og hristi dökkt hárið frá hálsinum. „Ég var í yfirgír á framabrautinni – þið munið það, þetta var í La Frade réttarhöldunum – og Steve var nýbyrjaður að reka eigin fjárfestingasjóð.“

„Það var bara ekki rétti tíminn fyrir þig þá, elskan,“ sagði Claire.

„Það var ekki málið,“ svaraði Jill hraðmælt. „Ég vildi það. Það var bara allt svo yfirdrifið. Ég var í vinnuskorpum á skrifstofunni til klukkan tíu á kvöldin. Mér fannst Steve aldrei vera nálægur ...“ Hún þagnaði, fjarrænt þokublik í augunum. „Ég fékk blæðingar. Læknirinn sagði mér að draga úr vinnunni. Ég reyndi það, en ég var undir stöðugum þrýstingi vegna málaferlanna og ég var alltaf ein. Einn daginn fannst mér ég vera að springa innvortis. Ég missti fóstur ... á fjórða mánuði.“

„Ó, Jesús minn,“ stundi Claire andstutt. „Ó, Jill.“

Jill greip andann á lofti og það varð þögn við borðið.

„En hvernig líður þér svo?“ spurði ég.

„Ég er alsæl ...“ svaraði hún. „Líkamlega alveg fílhraust ...“ Svo deplaði hún augunum annars hugar eitt andartak og sneri sér svo aftur að okkur. „Satt að segja er ég alveg í molum.“

Ég greip í höndina á henni....