: Erling Poulsen
: Fögur og framgjörn (Rauðu ástarsögurnar 23)
: SAGA Egmont
: 9788728386989
: 1
: CHF 7.20
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 207
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Aðeins tólf ára gömul lendir Susanne í alvarlegu slysi þegar hún verður fyrir bíl á reiðhjólinu sínu. Gripinn ótta ekur bílstjórinn af vettvangi og skilur stúlkuna eftir bjargarlausa. Þrátt fyrir að Susanne lifi slysið af, hafa afleiðingarnar alvarleg áhrif á sálarlíf hennar og drauma um að verða leikkona. Það sem hún ekki veit er að sá sem olli slysinu er nær en hana grunar og brátt munu leiðir þeirra liggja saman á ný.Rauðu ástarsögurnar samanstanda af rómantískum skáldsögum úr smiðju Erling Poulsen. Bækurnar innihalda jafnan ævintýralegar sögur þar sem staðarhættir margvíslegra borga um allan heim spila stórt hlutverk. Rómantíkin fléttast gjarnan við ferðalög en einnig dramatískar glæpasenur og leyndarmál sem býr til áhugverðan kokteil fyrir lesendur sem vilja gleyma sér í amstri hins daglega lífs.

Erling Poulsen (1919-1995) var danskur blaðamaður og rithöfundur. Hann skrifaði fjölda skáldsagna í flokki afþreyingarbókmennta, sem nutu mikilla vinsælda á sínum tíma. Ásamt því að skrifa undir eigin nafni notaðist Poulsen einnig við dulnefnin Bodil Forsberg og Else-Marie Nohr. Þekktasta skáldaga hans er 'Drømmen om det hvide slot', sem var gerð að kvikmynd árið 1962 undir leikstjórn Anker Sørensen.

1. KAFLI


— Farðu nú varlega! sagði Beate Storm við tólf ára dóttur sína, Susanne, um leið og hún stakk mjólkurflöskunni, veskinu og minnisseðlinum í körfuna á hjólinu hennar. Gljáandi fagurrautt kvenreiðhjól hallaðist upp að veggnum á sumarbústaðnum. Það glampaði á gljáhúðina á stýri og felgum í morgunsólinni.

— Mamma, þú hefur líklega ekki gleymt því, að aði á gljáhúðina á stýri og gjörðum í morgunsólinni. laði fyrir mikið?

Susanne kom fram í dyrnar með spánnýja brúðu á handleggnum.

— Fyrir fimmtíu aura!

Beate hallaði höfðinu og horfði stolt á fallega, prúðbúna dóttur sína.

— Á Bíbí að fara með? spurði hún.

Bíbí var nafnið á nýju brúðunni hennar Susanne.

— Já, við ætlum að sýna konunni í brauðbúðinni nýju kjólana okkar. Susanne setti brúðuna í bögglakörfuna og hló glaðlega.

— Nýr kjóll, ný brúða og nýtt reiðhjól!

Hún breiddi út faðminn og sveif í dansspori um á grasflötinni. Beate hallaði höfðinu aftur og horfði á dóttur sína. Dásamleg, sagði hún við sjálfa sig. Hún ætti að komast í kvikmyndirnar. Þeir finna ekki yndislegri barnastjörnu, og leikið, það getur hún, það hefur hún frá móður sinni.

Beate, dóttirin Susanne og brúðan Bíbí voru allar eins klæddar. Þær voru í hvítum bómullarkjólum, ljósbláum leistum og hvítum skóm, og allar voru þær með mjótt gyllt armband um úlnliðinn og flauelsborða um hálsinn. Þessi einkennisbúningur var nýjasta uppfinning Beate, og þetta fannst henni líka dásamlegt. Hún hlakkaði til, þegar þær færu niður að hótelinu við baðströndina. Hún vissi, að fólk myndi glápa og spyrja, og það var henni tilhlökkunarefni.

— Farðu nú varlega! kallaði hún enn einu sinni, um leið og Susanne sveigði út á veginn.

— Auðvitað, mamma, svaraði Susanne og hjólaði á brott á gljáandi reiðhjólinu sínu, á meðan hún trallaði og söng í áhyggjuleysi sínu og lyfti fallegu rjóðu andlitinu móti sólinni og golunni.

Beate hélt aftur inn í eldhúsið til að elda morgunverð. Hún söng líka, sinni þjálfuðu rödd:

. . . þrjár fátækar stúlkur,

þrír hugljúfir vorboðar . . .

Þegar Beate söng, og það gerði hún oft á dag, var bað alltaf einhver óperettusöngur — og þá helzt úr þeim óperettum, sem hún hafði sjálf leikið í, þegar hún á sínum yngri árum starfaði með leikflokki.

„Hrífandi”, hafði eitt blaðið úti á landsbyggðinni skrifað um frammistöðu hennar eftir sýningu á „Kátu ekkjunni”. Beate átti þessa úrklippu ennþá, og í hvert skipti, sem hún fann hana í skattholsskúffunni heima í Frederiksberg, hugsaði hún til þess með beizkjuvotti, að það hefði verið skelfing kjánalegt af henni að fara að giftast Harry Storm. Hjónabandið hafði fært henni mörg vonbrigðin. Það var hvað verst, að Harry hafði sýnt áhuga hennar á leikhúsinu slíkt tómlæti, að á tveim árum hafði hún glatað kunningjum sínum og samböndum innan leikhúsanna.

Nú var Harry dáinn, og Beate hafði verið ekkja í næstum fjögur ár, en sem ekkja hafði hún þó ástæðu til að horfa fram í tímann með bjartsýni og öryggi.

Það sem ég varð ekki, hugsaði hún oft, hefur Susanne öll skilyrði til að verða. Henni er allt til lista lagt. Hún getur dansað. Hún getur sungið . . . . og svo hefur hún þetta yndislega fallega andlit, sem er örugg trygging fyrir velgengni, jafnvel þótt hæfileikarnir væru ekki fyrir hendi!

Beate skreytti morgunverðarborðið með nýtíndum blómum úr garðinum. Hún var enn að syngja. Aðeins andartak þagnaði hún. Það var þegar hún kom auga á spegilmynd sína í eldhúsglugganum, og hún teygði úr hálsinum til að virða fyrir sér fíngerðar hrukkurnar, sem voru að byrja að koma í ljós umhverfis augun. Hún var að verða þrjátíu og þriggja ára, og hún var farin að hugsa til þess að gifta sig að nýju, ef það væri unnt að finna eiginmann, sem Susanne gæti fellt sig við.

Beate raulaði enn fyrir munni sér, meðan hún setti vatnið yfir. Síðan gróf hún upp vikublað og settist á veröndina meðan hún beið eftir Susanne.

Á forsíðu vikublaðsins var mynd í fjórum litum af manni á fertugsaldri. Hann var kjólklæddur. Undir myndinni stóð: „Leikarinn Max Rung í hlutverki sínu sem næturklúbbspíanóleikarinn í Monti-kvikmyndinni „Síðasti tónninn.”

Beate virti myndina fyrir sér. Hún þekkti Max Rung mæta vel. Fyrir tólf árum höfðu þau leikið saman í „Kátu ekkjunni“. Max hafði þá haft á hendi lítið hlutverk. Nú var hann orðinn stjarna. Það voru myndir af honum að jafnaði í blöðunum og tímaritunum, og það var á allra vitorði, að hann hafði feiknaleg laun fyrir leik sinn í leikritum og kvikmyndum.

Beate leit enn einu sinni á forsíðu vikublaðsins. Henni varð hugsað til blaðsins sem hafði sagt hana sjálfa „hrífandi”. Hefði ég ekki hætt í leikhúsinu, hugsaði hún, hefði það að öllum líkindum verið ég, sem fengið hefði hlutverk næturklúbbssöngkonunnar í „Síðasti tónninn“.

 

— Aktu nú varlega! var hrópað frá stóra, glæsilega sumarbústaðnum niðri við ströndina. Max Rung leit um öxl um leið og hann settist inn í bifreið sína, gráa, opna bifreið með dökkrauðu áklæði. Hann veifaði glaðlega til hinna.

— Takk fyrir í nótt! kallaði hann. — Og sjáumst síðar!

Hópur samkvæmisklæddra manna og kvenna svaraði kveðju hans.

— Þakka þér sjálfum, Max! Góða ferð!

Einn ungu mannanna uppi á svölunum var ofurölvi, og annar áberandi ölvaður en flest hinna virtust aðeins þreytt og syfjuð eftir svall næturinnar.

— Gangi þér vel á frumsýningunni á morgun! hropaði einn karlmannanna.

— Takk gamli vinur sagði Max og ræsti hreyfilinn. Hann pírði augun móti skarpri morgunbirtunni og formælti með sjálfum sér. Skrambi gátu svona veizlur dregizt á langinn. Klukkan var orðin sjö, og kvikmyndastarfið í Hellerup átti að byrja klukkan tíu, og myndi að líkindum standa allan daginn.

— Aktu varlega!

Þetta kom eins og síðasta aðvörun ofan af svölunum. Max bandaði frá sér með hendinni og ók af stað. En það var eins og orðin héngu sem örlagadómur í loftinu yfir honum, alvarleg áminning um að hann væri ekki aðeins skelfilega þreyttur. Hann var...