: Victoria Holt
: Sjöunda jómfrúin
: SAGA Egmont
: 9788728037140
: 1
: CHF 4.80
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 212
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Í miðjum skógi í Cornwall á Englandi standa sex styttur úr steini. Sagan segir að sex jómfrúr úr klaustri í Cornwall rufu heit sín og var breytt í stein í refsiskyni. En sjöunda jómfrúin átti önnur örlög. Mörgum árum seinna er klaustrið orðið að höll St. Larston fjölskyldunnar og örlögin blikka aðra unga konu. Kerensa Carlee elst upp í fátækt rétt við St. Larnston höllina. Án annarra kvenkosta en mikils metnaðar og enn meiri fegurðar tekst henni að fá vinnu sem þerna í húsinu, en þar er reimt. Kerensa er hins vegar ástfangin af húsinu og er staðráðin í að verða húsfreyja þar. En örlögin eru með önnur áform. Þrátt fyrir metnaðinn flækist Kerensa inn í minningar og ráðgátur og tilvera hennar í Cornwall viktoríutímans vekur upp bæði brjálæði og gamla hefnigirni...-

Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

Eitt


Tveim dögum eftir að bein innmúruðu nunnunnar fundust í St. Larnston Abbas, vorum við fimm saman, Justin og Johnny St. Larnston, Mellyora Martin, Dick Kimber og ég sjálf, Kerensa Carlee — sem var jafn merkilegt nafn og nokkurt hinna, enda þótt ég byggi í steinhlöðnum kofa og þau væru aðalsfólkið.

Abbas hafði verið í eigu St. Larnstons í aldir, en þar áður hafði það verið nunnuklaustur. Það var voldugt, byggt úr kornvelskum steini, en vígturnarnir voru í normanna-stíl. Það hafði verið endurbætt hér og hvar og ein álman var greinilega í tudor-stíl. Ég hafði þá aldrei komið þar inn, en ég þekkti umhverfið vel. Það var ekki heldur húsið, sem var sérstætt, því að í Englandi og jafnvel í Kornvall voru mörg jafn athyglisverð og gömul. Það voru Jómfrúrnar sex, sem gerðu St. Larnston Abbas ólíkt öllu öðru.

Steinarnir voru kallaðir Jómfrúrnar sex. Ef trúa mátti þjóðsögunni, þá var það rangnefni, því að samkvæmt sögunni voru þetta sex konur, sem breytt hafði verið í steina, einmitt af því, að þær höfðu hætt að vera jómfrúr. Faðir Mellyoru, séra Charles Martin, sem hafði fyrir tómstundaiðju að grúska í fortíðinni, kallaði þá Menhirs — en ,men‘ er kornvelskt orð, sem þýðir steinn og ,hir‘ þýðir langur.

Sagan um, að jómfrúrnar ættu að vera sjö, stafaði líka frá séra Charles. Langafi hans hafði haft sama áhugamál og dag einn fann séra Charles skjöl í gamalli kistu, og þar á meðal var sagan um Sjöundu jómfrúna. Hann lét prenta hana í héraðsblaðinu. Hún vakti mikla athygli í St. Larnston og fólk, sem aldrei hafði litið á steinana, fór nú að glápa á þá.

Sagan sagði að sex ungnunnur og ein nunna hefðu hætt að vera jómfrúr og ungnunnurnar hefðu verið reknar úr klaustrinu. Þegar þær fóru, þá dönsuðu þær á nálægu engi, til að sýna ögrun sína og þess vegna var þeim breytt í steina. Í þá daga var því trúað, að það færði staðnum hamingju, ef einhver væri múraður inn, en það var að einhver var látinn í skot í einhverjum veggnum og síðan hlaðið fyrir opið, svo að viðkomandi dó þar. Nunnan, sem hafði syndgað meira en hinar, var dæmd til að verða múruð í vegginn.

Séra Charles sagði, að sagan væri vitleysa. Steinarnir hlytu að hafa verið á enginu, löngu áður en klaustrið var byggt, því að þeir væru eldri en kristnin. Hann benti á, að sams konar steinar væru um allt í Kornvall og í Stonehenge. En fókinu í St. Larnston féll betur við söguna um Jómfrúrnar, og þess vegna trúði það henni.

Það hafði trúað henni nokkurn tíma, þegar einn af elztu veggjunum í Abbas hrundi og Sir Justin St. Larnston skipaði að láta strax gera við hann.

Reuben Pengaster var að vinna þar, þegar holi veggurinn hrundi og hann sór, að hann hefði séð kvenmann þar.

— Hún stóð þarna eins og martröð, sagði hann. — Svo var hún horfin og ekkert eftir nema ryk og þessi gömlu bein.

Sumir sögðu, að þá hefði hann farið að verða dálítið ruglaður og hannvar talsvert frábrugðinn okkur hinum.

En þaðvoru bein í veggnum og sérfræðingarnir sögðu, að þau væru úr ungri konu. Og nú vildi fólk fá að sjá staðinn, þar sem beinin höfðu verið. Þar á meðal var ég.

Þetta var heitur dagur og ég fór að heiman skömmu eftir miðdegi. Við höfðum, hvert um sig — Jói, Bee amma og ég — borðað skál af quillet (hártogun), og fyrir þá, sem ekki eru kornvelskir og vita ekki, hvað quillet er, þá eru það baunir soðnar í nokkurs konar hafragraut. Það er bæði ódýrt og saðsamt. Auðvitað myndu þau ekki borða quillet í Abbas, hugsaði ég á leiðinni. Þau myndu borða steikta fasana af gulldiskum og auðvitað drekka úr silfurkönnum.

Ég vissi lítið um það, hvað fyrirfólkið borðaði, en ímyndunarafl mitt var fjörugt og ég sá allt greinilega fyrir mér.

Ég var tólf ára, svarthærð og svarteyg, og enda þótt ég væri grönn, var eitthvað við mig, sem kom karlmönnum nú þegar til að líta tvisvar á mig. Ég vissi ekki mikið um sjálfa mig, en eitt var mér þó ljóst: ég var stolt — þess konar stolt, sem sagt er að sé ein af dauðasyndunum sjö. Ég gekk með slíkri reisn og stolti sem ég væri ekki ein af íbúum kofanna, heldur tilheyrði fjölskyldu eins og St. Larnstons.

Kofinn okkar stóð sér, í dálitlum lundi og það fannst mér geraokkur sérstök. Það voru aðeins fjórir veggir úr kölkuðum steini og stráþak yfir. En, fullvissaði ég sjálfa mig, þaðvar sérstætt, eins ogvið vorum sérstæð. Allir viðurkenndu, að Bee amma var sérstæð og það var ég líka með mitt stolt og Jói skyldi líka verða sérstæður, hvort sem hann vildi það eða ekki.

Ég hljóp út úr kofanum, framhjá kirkjunni og læknishúsinu, gegnum kossa-hliðið og yfir engin að heimreiðinni og var þá næstum komin að flötunum framan við húsið. Ég stanzaði og litaðist um og hlustaði á suð skordýranna í háu grasinu. Í fjarska sá ég þakið á Dower House, þar sem Dick Kimber átti heima og andartak öfundaði ég hann af búa í svona fínu húsi. Hjarta mitt sló ört, því að brátt yrði ég á ólöglegum stað — og Sir Justin var ekki mjúklátur við þá sem voru ólöglega á hans landi, sérstaklega ekki í skóginum. En ég er bara tólf ára, hugsaði ég. Þeir geta ekki gert barni neitt mein.

Eða hvað? Jack Toms hafði verið gripinn með fasana í vasanum og hann hafði verið sendur í þrældóm til Ástralíu. Hann hafði verið ellefu ára.

En ég hafði ekki áhuga á fösunum. Ég gerði ekkert af mér og svo var sagt að Sir Justin væri mildari við stúlkur en pilta.

Nú sá ég húsið milli trjánna og ég stóð kyrr, yfirkomin af tilfinningum mínum. Þetta var stórkostleg sjón.

Flötinni hallaði aðeins að malarstígunum umhverfis húsið. Á aðra hliðina var flötin afmörkuð með limgerði frá enginu með Jómfrúnum sex. Úr fjarlægð líktust þær vissulega ungum konum. Það var auðvelt að ímynda sér, hvernig það væri í tunglsljósi. Rétt hjá þeim var gamla tinnáman. Ef til vill virtist hún svo undarleg þarna, af því að gamla bómuvindan stóð enn uppi og það var hægt að ganga alveg að opinu og horfa niður í myrkrið.

En hvers vegna hafði ekki verið hreinsað til, þegar hætt var að vinna í námunni? Þetta var svo ljótt, þarna rétt hjá gömlu steinunum. En það var ástæða fyrir því. Einn af St. Larnston-unum hafði spilað svo djarft, að þeir voru...