: Victoria Holt
: Kviksandur
: SAGA Egmont
: 9788728037041
: 1
: CHF 4.80
:
: Erzählende Literatur
: Icelandic
: 213
: Wasserzeichen
: PC/MAC/eReader/Tablet
: ePUB
Ævafornar rústir. Fjölskylduhneyksli. Forboðin ást. Caroline Verlaine veit að eitthvað er að. Systir hennar, Roma, er horfin og enginn getur sagt henni hvers vegna. Eina vonin er að fara þangað sem systir hennar sást síðast - Lovat Stacy, en það er hús með banvæna sögu. Hafið og kviksandurinn við strendur Dover hafa ógnað Stacy fjölskyldunni svo kynslóðum skiptir. En kviksandurinn er ekki það hættulegasta fyrir Caroline. Allir búa yfir leyndarmáli, ekki síst hinn dularfulli ungi erfingi Napier Stacy. Sama hvaða leið Caroline velur er jörðin undir fótum hennar óstöðug. Og því nær sem hún kemst sannleikanum, því nær kemst hún því að eiga sömu örlög og systir hennar...-

Victoria Holt er eitt höfundarnafna Eleanor Alice Burford Hibbert. Hún fæddist í Bretlandi árið 1906 og lést 1993 og ritaði um 200 sögulegar skáldsögur um ævina undir hinum og þessum höfundarnöfnum, allt eftir umfjöllunarefni sagnanna. Meðal annarra höfundarnafna hennar eru Jean Plaidy og Philippa Carr. Verk hennar hafa unnið til verðlauna, verið þýdd á fjölda tungumála og hafa selst í yfir 50 milljón eintökum um allan heim.

1. KAFLI


Ég veit ekki, hvar ég á að byrja sögu mína. Ætti það að vera á þeim degi, þegar ég sá Edith og Napier gefin saman í litlu kirkjunni í Lovat Mill? Eða þegar ég sat í lestinni í upphafi ferðar minnar til að grafast fyrir um sannleikann á bak við hvarf Rómu systur minnar? Það gerðist svo margt mikilvægt áður, en líklega ætti ég að byrja á síðara atvikinu, því, að einmitt þá flæktist ég alvarlega í þessi mál.

Róma, hin praktiska, trúverðuga systir mín, var horfin. Hennar hafði verið leitað, fyrirspurnir gerðar, en allt kom fyrir ekki. Ég áleit að lausnina færi að finna þar, sem hún hafði sézt síðast og ég var ákveðin í að komast að þvi, hvað fyrir hana hefði komið. Áhyggjur mínar vegna hennar hjálpuðu mér yfir erfiðleika í mínu eigin lífi, þvi að ég var niðurbrotin— Hjartasár, myndi ég segj ef ég væri tilfinningasöm, en það var ég ekki. Ég var háðfugl — eða það taldi ég mig. Sambúð mín við Pietro hafði gert mig þannig. Nú var ég hér án Pietros, eins og rekald, stefnulaus, með svo litlar tekjur, að mér var lífsnauðsyn að auka þær, þegar örlögin buðu mér upp á þetta tækifæri.

Þegar mér hafði orðið það ljóst, að ég varð að gera eitthvað, ef ég ætti að hafa i mig og á, hafði ég reynt að taka nemendur og hafði fengið nokkra, en það gaf ekki mikið af sér.

Ég hafði reynt lífið og reynzt það beiskt — nei, sætbeiskt, eins og lífið er alltaf; en sætleikinn var horfinn og beiskjan sat eftir. Ráðsett og reynd — gildur gullhringurinn á vinstri hendi minni bar því vitni. Of ung til að vera beisk? Ég var orðin tuttugu og átta, en það myndi almennt vera talið að ég væri ung að vera orðin ekkja.

Lestin þaut áfram, gegnum jarðgöng og svo út í hikandi sólskinið.

Ef til vill var ég lika að komast út úr mínu myrkri og út í sólskinið. Slík hugsun hefði komið Pietro til að hlæja. Hann hefði bent á, hve rómantísk ég væri í rauninni undir þessum hjúpi heimsmennskunnar.

Um leið vaknaði sorg mín aftur, þrá mín og vonbrigði og ég sá fyrir mér andlit Pietros, eins og hann vildi segja: Nýtt líf? Þu átt við líf án mín? Heldurðu, að þú sleppir nokkurn tíma frá mér?

Svarið var: Nei. Aldrei. Þú verður þarna alltaf, Pietro. Það er engin undankoma — janfvel ekki í gröfinni,

En ég hafði ekki farið í þessa ferð til að hugsa um Pietro. Meiningin var að gleyma honum. Ég varð að hugsa um Rómu.

 

Líklega væri rétt að rifja dálítið upp þau atvik, sem leiddu til alls þessa, hvernig á því stóð að Róma hafði farið til Lovat Mill og hvernig ég hafði kynnzt Pietro.

Róma var tveim árum eldri en ég og við vorum einkabörn. Foreldrar okkar vom áhugasamir fornfræðingar og höfðu langtum meiri áhuga á fornminjum en að vera foreldrar. Þau voru á sífelldum ferðalögum og við sáum lítið af þeim. Fæðing okkar getur varla hafa verið fagnaðarefni, en þau voru ákveðin í að gera skyldu sína og á ungum aldri voru okkur sýndar myndir af stein og bronsvopmnn, sem fundizt höfðu á Bretlandi og ætlazt var til að við fögnuðum því á svipaðan hátt og önnur börn púsluspili. Það kom í ljós, að Róma hafði áhuga, en faðir minn afsakaði mig með því, að ég væri svo ung.

Róma var uppáhald þeirra. Ekki af því, að hún keppti að því, heldur var þessi brennandi áhugi henni meðfæddur. Sjálf reyndi ég að áætla gildi mitt í augum foreldra minna. Jafnaðist ég á við hálsfesti frá bronsöld? Varla. Alls ekki á við mósaikgólf frá Rómverjatímanum. En ef til vill á við tinnuverkfæri frá steinöld, því að þau voru talsvert algeng.

Róma gat varla beðið eftir því, að verða svo stór, að hún fengi að fara með þeim og stunda uppgröft.

— Þau eru alltaf að segja, að við verðum að flýta okkur að stækka, svo að við getum gert eitthvert gagn, sagði ég.

— Það er alveg rétt svaraði hún.

— En það þýðir bara eitt. Við eigum að verða fornfræðingar.

— Við erum heppnar, sagði Róma. Hún setti ætíð fram fullyrðringar. Hún var svo viss um, að hún hefði rétt fyrir sér. Raunar myndi hún ekki hafa sagt það, fyrr en hún var viss. Þannig var Róma.

Við fengum oft að fara með föður okkar í British Museum. Róma var sem töfruð, en áhugi minn var fátæklegri. En svo uppgötvaði ég mitt eigið áhugasvið: hljóð. Ég heyrði tónlist í öllum hljóðum. Foreldrar mínir urðu fremur ánægð. Þetta var að vísu ekki fornleifa fræði, en fullboðleg uppbót. Með tilliti til þess, sem síðar gerðist, fyrirverð ég mig fyrir að segja, að mér voru veitt öll hugsanleg tækifæri.

Þegar ég var átján ára, fór ég til Parísar til náms. Róma var í háskólanum og í leyfum sínum var hún einhvers staðar við uppgröft, svo að ég sá hana sjaldan.

Í París kynntist ég Pietro, skapmiklum frönsk-itölskum píanónemanda. Kennari okkar átti stórt hús, skammt frá Rue de Rivoli og þar bjuggum við nemendurnir einnig. Við Pietro vorum efnilegustu nemendurnir, metnaðargjörn og ákveðin. Fyrstu tilfinningar okkar í garð hvors annars voru samkeppni en brátt urðum við fullkomlega hugfangin. París er fullkomið umhverfi elskenda og mér fannst ég ekki hafa lifað fyrr. Hrifningin og örvæntingin, sem því fylgir, voru hið sanna líf, að því er mér fannst. Ég vorkenndi öllum, sem ekki voru við tónlistarnám í Paris og ástfangin af námsfélaga sínum.

Pietro var fullkominn og einlægur tónlistarmaður. Ég vissi, að hann stóð mér langt framar og það gerði hann enn dýrmætari í augum mínum. Hann var frábrugðinn mér. Það ögraði honum og hreif hann, að ég gat dulið áhuga minn og ákafa; það gat hann ekki. Hann var alvarlegur gagnvart náminu, en ég gat verið léttúðug. Ég var mjög sjaldan úfin. Hann var varla öðru vísi og rósemi mín var honum stöðug ögrun, því að hann skipti stöðugt skapi. Hann gat hrifizt í hæstu hæðir gleðinnar, sem átti rætur sínar í trú hans á snilligáfa hans, en svo gat hann sokkið niður i algera örvæntingu, þegar hann efaðist um fullkomnar og ósæranlegar gáfur sínar. Eins og márgir listamenn var hann fullkomlega tillitslaus og ófær um að hafa stjórn á öfundunni. Ef mér var hrósað, sauð í honum reiðin og hann reyndi að segja eitthvað særandi. Ef mér hins vegar gekk illa, og þarfnaðist huggunar, var hann ástúðlegasti félagi sem hugsazt gat. Það var þessi fullkomni skilningur hans. þessi fullkomna samúð, sem kom mér til að elská hann. Ef ég...